1.apr.  Steðji páskabjór Þari. 

Brugghús Steðja kynnir nú til leiks, Þari páskabjór Steðja. Þari er „nostalgíu“ bjór, þar sem þarabragð og lykt skín í gegn, sem íslendingar þekkja svo vel þegar við öndum að okkur íslensku sjávarlofti. Eins og nafni gefur til kynna þá inniheldur bjórinn m.a. þara sem kemur úr Breiðarfirðinum ásamt kakói. En kakóið samblandast vel við þarann og útkoman er mjög skemmtilegur bjór sem engin má fara á mis við. Bjórinn er 4,8% í alc.

Myndin á flöskunni er fengin hjá KJ Photography og er tekin í fjöruborði við Borgarnes og fjallið á myndinni er hið tignarlega Hafnarfjall. Íslenzki verðlaunahönnuðurinn okkar, fullkomnaði svo verkið.

Sölutími páskabjórs er frá 5 marz og til 19 apríl í Vínbúðinni

 

Allur Steðjabjór er án viðbætts sykurs!

1.Apríl Steðjabjórarnir 4 hér vinstra megin eru allir komnir í svokallaðan kjarna í Vínbúðinni. Sem þýðir að þeir eru búnir að vinna sig upp fyrir lágmarksdreifingu ÁTVR og komnir úr "reynslusölu". Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir Brugghúsið og hlakkar okkur mikið til sumarsins. Því má svo bæta að við komum með sumarbjór núna í maí, en hann er byggður upp af Kóróna Steðja sem er nú hættur í sölu.  

Bjóranna frá Steðja er hægt að nálgast á eftirfarandi 1 flokks veitingastöðum:

 

101 Reykjavík Southsea UK

Baulan Borgarfirði

Bifröst Borgarfirði

Edduveröld Borgarnesi

Fossatún Borgarfirði

Landnámssetrið Borgarnesi

Hótel Borgarnes

Hótel Framnes Grundarfirði

Hótel Hamar Borgarnesi

Hótel Klettur Reykjavík

Hótel Reykolt Borgarfirði

Hraunsnef Borgarfirði

Húsafell Borgarfirði

Microbarinn Reykjavík

Plássið Stykkishólmi

 

Steðji er svo alltaf tilbúinn í