ALLUR Steðjabjór er án viðbætts sykurs!

Athugaðu líka þessa 

síðu: http://stedji.bjorspjall.is/

Steðjabjórarnir 4:

 

Steðji lager (German helles with

pure icelandic water)

Steðji dökkur (German Alt)

Steðji reyktur (German Rauchbier)

Steðji jarðarberjabjór (new worldwide!)

Hér er bruggari okkar Philipp Ewers en hann er einna mest menntaði bruggari á Íslandi í dag! Hér er hann ásamt bruggnemanum okkar Florian Schmitt, en hann er á 5 önn af 8 í einum virtasta bruggháskóla heims, Weihenstephan. Við erum því með gríðarmikla fagmenn hér á Steðja sem skilar sér í gæðum bjóranna okkar

Tölvupósturinn okkar er: stedji@stedji.com  Við erum einnig á Facebook undir "Brugghús Steðja"  Our email is stedji@stedji.com and you can also find us on facebook undir "Brugghús Steðja"

9. Jan. Brugghús Steðja kynnir nýjan þorrabjór, Hvalur 2, arftaki Hvals þorrabjórs Steðja árið 2014. Vegna mikilla vinsælda í fyrra ákváðu bruggmeistaranir í Steðja að koma með nýjan Hvalabjór. Mikill undirbúningur var við framleiðsluna á Hvali 2 og skilar það sér í gæðum.

Hvalur 2 hefur mikla sérstöðu á bjórmarkaðnum, hann er gerður eftir nýrri uppskrift og er yfirgerjaður bjór og því í rauninni öl. Til að laða fram sanna þorrastemningu eru eistu úr langreyði notuð til að bragðbæta bjórinn. Eistun eru verkuð eftir gamalli íslenskri hefð, léttsöltuð og síðan taðreykt. Mikið er lagt í þennan bjór, vinnsluferillinn langur og farið vel yfir hvert handatak svo tryggt sé að bjórinn verði sem vandaðastur.

Bjórinn er 5.1% í alc. og er með rammíslenskt taðreykingarbragð. Heilt eista er notuð við hverja bruggun og er bjórinn svo síaður og gerilsneyddur. Það verður enginn svikinn af gæðunum og þorrastemningunni sem hér eru á ferð.

Takmarkað magn er hér á ferðinni þar sem ekki er til nóg af hráefninu sem gerir þennan bjór einstakan á heimsvísu.

 

Okkur þykir rétt að taka fram að öll tilskilin leyfi hafa verið fengin varðandi framleiðslu og sölu þessa bjórs.

 

Þetta er hið eina og sanna íslenzka þorra-öl.

 

Sala á Hval 2 hefst í Vínbúðunum frá og með bóndadegi 23 janúar n.k.