Við höfum einstaklega gaman af skemmtilegum kveðskap, svo hér ætlum við að safna saman vísum um bjórinn okkar, hann Steðja.. endilega sendið okkur vísur á stedji@stedji.com eða facebook síðu okkar: Brugghús Steðja

hér er einn leirskapur eftir okkur sjálf í tilefni Valentínusar- konudagsins:

Bjór í kroppinn
Skvísa frá Steðja
karlinn sloppinn
sá kann að gleðja

 

 

 

Steðji er staðsettur í mynni Flókadals í Borgarfirði. Flókadalsá rennur um Flókadalinn og vatnið okkar er tekið undan Varmalækjarmúla Við erum 6 manna fjölskylda með smá búskap sem samanstendur af kindum, hestum, hænum, hundum og köttum. Staðurinn er einstaklega vel staðsettur og er mikil náttúrufegurð og víðsýnt frá bænum okkar Steðja. Við erum mjög nálægt Kleppjárns-reykjum og Deildartunguhver

 

Reykholt er hér rétt innar í Reykholtsdal og svo liggur bein leið að Barnafossum og Húsafelli.