Við höfum opnað gestastofu hér á Steðja. Þar getur fólk komið, setist niður og fengið smakk af afurðum frá okkur.

Við tökum á móti einstaklingum sem og hópum til kynningar á starfsemi okkar.  

Hægt er að koma við alla daga milli 13.00 og 17.00 nema sunnudaga.

Ef um stærri hópa er að ræða vinsamlega hafið samband við okkur í gegnum tölvupóst stedji@stedji.com eða símleiðis í síma 896-5001 Dagbjartur. Annars er velkomið að heimsækja á opnunartíma

 

GJAFABRÉF - hægt er að fá gjafjabréf á skjótast máta með að senda póst á stedji@stedji.com eða hringja

Staðsetning: Við erum staðsett um 27km frá Borgarnesi inn Borgarfjarðarbraut í átt að Reykholti, eða 5 km sunnan við Kleppjárnsreyki.

Frá Reykjavík eru um 90km.

Mjög margir athyglisverðir staðir eru nálægt okkur, svo fátt eitt sé nefnt: Krauma - Deildartunguhver, Reykholt, Kleppjárnsreykir, Viðgelmir, Hraunfossar, Húsafell, Surtshellir, Ísgöngin, Fossatún, Hvanneyri og margt fleira

Steðji er staðsettur í mynni Flókadals í Borgarfirði. Flókadalsá rennur um Flókadalinn og vatnið okkar er tekið undan Varmalækjarmúla Við erum 6 manna fjölskylda með smá búskap sem samanstendur af kindum, hestum, hænum, hundum og köttum. Staðurinn er einstaklega vel staðsettur og er mikil náttúrufegurð og víðsýnt frá bænum okkar Steðja. Við erum mjög nálægt Kleppjárns-reykjum og Deildartunguhver

 

Reykholt er hér rétt innar í Reykholtsdal og svo liggur bein leið að Barnafossum og Húsafelli.

We have opened a tasting room for people to see our operation and tast some of our wonderful beers. We are open every day between 13.00 and 17.00 except sundays. 

 

Further information and appointment for bigger groups at stedji@stedji.com 

 

Direction: From Reykjavik, head north on Rte 1 towards Borgarnes for about 70km. Before crossing the bridge to Borgarnes, turn right onto Rte 50 towards Reykholti. Follow Rte 50 for about 20kms until you pass a sign for 515, then keep an eye open for a big beer bottle on the right, marking the entrance to the Stedji Brewery. The Brewery is just up the short driveway towards the farm house. 

 

 

L