Jólin 2015

 

Steðji Jóla létt-öl    

2.15% Alc

Enginn hvítur sykur

100% náttúrulegur

 

Við fylgjum Radler drykknum okkar vinsæla eftir með jóla-létt-öli. Í þennan drykk bruggum við eins konar stout bjór og blöndum hann niður með náttúrulegu appelsínuþykkni. Niðurstaðan er þessi drykkur sem gefur margslungið bragð. Bjórinn er vel maltaður ásamt því notum við einnig ristað malt í bjórinn sem gefur kaffitón. Þá er lakkrís frá Góu einnig bruggaður með í þennan drykk. Þegar bjórinn er bruggaður þá blöndum við appelsínuþykkninu við og örlítið að Stevia til að fullkomna drykkinn.

 

Það er því eins með Steðja jóla létt-ölið og Steðja Radler léttbjórinn að við notum engan hvítan sykur í þessa drykki, sem og alla okkar bjóra.