Brugghús Steðja er fjölskyldufyrirtæki, staðsett á jörðinni Steðja í Borgarfirði, stofnað sumarið 2012. Okkar fyrstu afurðir komu svo á markaðinn sama haust, lagerbjórinn og jólabjórinn sem heitir núna Icelandic Northern Lights. Bruggarinn okkar heitir Philipp Ewers, þýskur bruggari. Philipp er bruggari að mennt, og hefur starfað við bruggun í Þýskalandi í mörg ár. Það er því óhætt að segja að vandað verður til verka á Steðja. Markmið okkar er að vera frumleg í hugsun og að auka flóru íslenskra bjóra. Gera góða bjóra auk bjóra sem fanga stemningu þess hátíðar sem hann er gerður fyrir.